Hugleiðing að gefnu tilefni

Láttu ekki fordóma og „rétthugsun“ annarra takmarka vitsmuni þína. Reyndu ávallt að vera sjálfum þér trúr í stað þess að elta það sem aðrir láta frá sér fara, nema þú hafir sjálfur sannfæringu fyrir réttmæti þess. Mundu að aðrir keppa um fylgispekt þína, án þess að skeyta um það sem þú raunverulega telur rétt. Stattu með sjálfum þér, þó að það kunni að valda vinslitum við aðra.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur