Það var dapurlegt að sjá í gær 1/9 þátt í RÚV sjónvarpinu (Silfrinu) þar sem fréttakona talaði við Háskólarektor. Rektorinn komst án andmæla upp með að segja að ofbeldisfull framkoma aðgerðarsinna til að hindra ræðumann við að flytja erindi jafnaðist á við rétt til tjáningarfrelsis þeirra, Og hin sat á móti henni og virtist dást af þessum boðskap. Þessi umfjöllun var ekki í lagi. Sá sem vill tjá sig öndvert við ræðumann verður að tjá sig með nýtingu málfrelsis síns en ekki beita ofbeldi til að hindra ræðu. Þessi rektor er sýnilega ófær um að gegna því starfi. Beiting ofbeldis er að hennar mati og fréttastofunnar sýnilega orðið fullgild tjáningaraðferð innan Háskólans. Ótrúlegt!
Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur