Í dag 13. ágúst er afmælisdagur tengdaföður míns Páls Bergþórssonar. Hann er orðinn 100 ára gamall!
Í undirbúningi fyrir afmælisveisluna hefur komið í ljós hversu öflugt fyrirbæri fjölskyldan er. Páll hefur af eðlilegum ástæðum séð á eftir nær öllum vinum sínum og kunningjum sem voru á sama aldri og hann. En þá kemur öflug fjölskyldan til sögunnar. Börnin hans hafa sinnt honum reglulega um langt árabil og nú hefur fjölskyldan stofnað til meiri háttar veislu sem haldin verður í dag á afmælisdaginn.
Ég er á þeirri skoðun að ekki séu í mannheimi til öflugri og samstæðari hópar en fjölskyldurnar. Þær eru yfirleitt alltaf til staðar fyrir alla einstaklinga innan hópsins. Þetta hefur nú sýnt sig í fjölskyldu Páls en er líka raunin með yfirleitt allar aðrar fjölskyldur. Við þurfum því ekkert að óttast aldurinn. Okkar nánustu munu verða til staðar með umhyggju sína og væntumþykju. Heyr.
Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur