Hvers konar réttarkerfi er eiginlega í Bretlandi? Nú berast fréttir af því að málið gegn Gylfa Þór Sigurðssyni hafi verið fellt niður. Það er búið að halda manninum í farbanni í nær tvö ár. Hann hefur ekki getað stundað atvinnu sína þann tíma, en hann var hátt launaður atvinnumaður í fótbolta þegar ósköpin riðu yfir. Mér skilst að samkvæmt breskum rétti hafi tjáningarfrfelsi hans verið takmarkað því hann hafi ekki mátt ræða málið opinberlega, t.d. til að bera af sér sakir. Svo virðast yfirvöld hafa dregið lappirnar við að rannsaka málið. Niðurstaðan er sú að hann hefur skaðast stórlaga þennan tíma, saklaus maðurinn. Það er ástæða til að hvetja Gylfa til að sækja rétt sinn fyrir dómi.
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður